Styrktaraðilar ASÍ

Andspyrnusamband Íslands er mjög stolt af því að kynna styrktaraðila andspyrnu á Íslandi árið 2010.
English Pub við Austurvöll - heimasíða

Þetta er annað árið í röð sem Enski Barinn / English Pub styrkir andspyrnu á Íslandi. Í fyrra var Enski Barinn aðal styrktaraðili landsliðsins og verður áfram einn af helstu styrtaraðilum þess í ár. Nýtt í ár er þó að Enski Barinn kostar Bikarkeppnina sem í ár heitir Bikarkeppni English Pub og mun Andspyrnusamband Íslands halda opinn dag á English Pub við Austurvöll í sambandi við bikarkeppnina.

Fosters á Íslandi - heimasíða

Meistaradeildin í andspyrnu á Íslandi er í ár kostuð af Fosters og heitir því Fostersdeildin í Andspyrnu þetta árið. Fosters á Íslandi er nýr styrktaraðili og hlökkum við til að eiga ánægjulegt samstarf með þeim. Til stendur að standa fyrir alls kyns uppákomum í sambandi við samstarfið og verða þær nánar kynntar hér á síðunni, fylgist með.

Marel - heimasíða

Marel veitti styrk til landsliðsins í fyrra til að aðstoða það við að fara til Króatíu og keppa á Evrópubikarmótinu.

Subpages (1): Fosters