Fréttir‎ > ‎

Úrslitaleikurinn í Andspyrnu 2011

posted Nov 11, 2011, 9:33 AM by Viðar Kristinsson

Úrslitaleikurinn í áströlskum fótbolta fer fram um helgina.

 

Um helgina fer fram loka leikurinn í íslandsmótinu í áströlskum fótbolta (andspyrnu), Fostersdeildinni, þegar lið Griðunga og Gamma mætast í hreinum úrslitaleik.  Liðin hafa unnið sinn leikinn hvort nokkuð örugglega þannig að nú verður leikið til þrautar um íslandsmeistaratitilinn.  Griðungar hafa titil að verja frá síðasta sumri, en Gammar hafa sótt í sig veðrið að undanförnu og sigruðu síðasta leik liðanna, þannig að búast má við hörku leik.  Leikurinn fer fram á HK vellinum í Fagralundi laugardaginn 12. nóvember og hefst kl. 14:00, og eru allir velkomnir.


Comments