Fréttir‎ > ‎

Stórleikur Íslands skilar góðum árangri

posted Aug 6, 2010, 2:03 AM by Friðgeir Ásgeirsson
Ísland tapaði á þriðjudag fyrir einni bestu andspyrnu þjóð evrópu Bretlandi 86-36. Bretar náðu snemma undirtökunum í leiknum en Íslenska landsliðið sem augljóslega er að venjast því að spila á stórum velli með full format lið náði að komast inn í leikinn í seinni hálfleik og skilaði það þessum glæsilega árangri. Bretar sem venjulega eru taldir álíka sterkir og Danir urðu að sætta sig við mun "minni" sigur á Íslenska liðinu en Danir gátu státað af. Stemmningin í Íslenska liðinu er frábær og hlakkar mönnum mikið til leiksins gegn Finnum sem Ísland á raunhæfa möguleika á að vinna.
Comments