Fréttir‎ > ‎

Lokaumferðin í Fostersdeildinni - Gammar gegn Griðungum laugardaginn 18. september

posted Sep 14, 2010, 10:30 AM by Friðgeir Ásgeirsson
Nú um helgina klárast íslandsmótið í andspyrnu (áströlskum fótbolta), Fostersdeildin. Laugardaginn 18. september kl. 16:00 mætast á gervigrasinu við Kórinn í Kópavogi lið Gammanna og Griðunga. Gammarnir leiða deildina með 9 stig, Griðungar koma þar næst á eftir með 6 stig, og Drekarnir reka lestina án stiga. Þannig stendur á að ef Griðungar vinna Gammanna þá vinna þeir deildina á markahlutfalli. Því er til mikils að vinna fyrir Griðunga að vinna þennan leik en Gammarnir þurfa að vera sterkir fyrir og ná jafntefli hið minnsta.

AÐGANGUR ER ÓKEYPIS OG ÖLLUM ER BOÐIÐ
Comments