Fréttir‎ > ‎

Leikur til heiðurs Brett Kirk

posted May 19, 2011, 6:07 AM by Friðgeir Ásgeirsson   [ updated May 19, 2011, 6:23 AM ]
Miðvikudaginn 11. maí fór fram opnunarleikur sumarvertíðarinnar þar sem tvö efstu lið síðasta árs,
Gammarnir og Griðungarnir mættust.  Brett Kirk fyrrum atvinnumaður í Ástralíu og fyrirliði Syndey Swans var heiðursgestur og fékk heimild til að leika með liði Gammanna í leiknum.  Leikurinn var jafn og spennandi þar sem Griðungarnir, íslandsmeistarar síðasta árs leiddu í leikhléi, en Gammarnir snéru dæminu við í síðari hálfleik þar sem þeir sigu framúr og sigruðu sannfærandi með 97 stigum gegn 66. Brett Kirk hafði haft sig lítið í frammi í fyrri hálfleik en sýndi stjörnuleik í síðari hálfleik með góðum tæklingum og hárnákvæmum sendingum og sýndi nýgræðlingunum hvernig atvinnumennirnir gera hlutina.
Leikmenn beggja liða voru mjög sáttir við þennan fyrsta leik ársins og nýliðar vetrarins stóðu sig eins og hetjur. Það má til sanns vegar færa að við komum vel undan vetri í ár og hópurinn lítur mjög vel út fyrir komandi átök; Evrópubikarmótið í Október og heimsókn Norðmanna í September, svo við gleymum nú ekki sjálfu Íslandsmótinu sem hefst í næsta mánuði.
Comments