Fréttir‎ > ‎

Landsliðið fer á Evrópubikarmótið

posted Jul 23, 2012, 3:54 PM by Friðgeir Ásgeirsson
Landslið Íslands í Andspyrnu (ástralskri knattspyrnu) mun fara á Evrópubikarmótið sem haldið verður í Edinborg í Skotlandi helgina 21. - 23. september.
Þetta verður í þriðja sinn sem Landsliðið mun taka þátt á þessu móti og verður þetta góð upphitun fyrir Evrópumeistaramótið sem haldið verður á næsta ári í Dublin í Írlandi.
Mótið í fyrra í Dublin í Norður-Írlandi var það fjölmennasta hingað til, en landslið Íslands tók einmitt þátt í því líka. Stemningin fyrir mótið í ár er mjög góð og stefnir allt í að það verði slegið þátttökumet.
Andspyrnusamband Íslands óskar landsliðinu góðs gengis og góðrar ferðar.
Comments