Fréttir‎ > ‎

Ísland með glæstan sigur á Finnum og leikur um 5. sætið

posted Aug 6, 2010, 2:14 AM by Friðgeir Ásgeirsson

Ísland sigraði sterkt lið Finnlands á Evrópumeistaramótinu í andspyrnu (áströlskum fótbolta) í Danmörku í dag með 57 stigum gegn 44.  Bæði lið ætluðu sér sigur í þessum leik og lögðu allt í sölurnar, en íslenska liðið átti frábæran leik og náði að stýra leiknum, leiddi allan tímann og var sigurinn aldrei í hættu.

Páll Tómas Finnsson var markahæstur í íslenska liðinu með 3 mörk.

Íslendingar mæta Króötum á laugardag í leik um 5. sætið á mótinu, sem verður að teljast frábær árangur.

Comments