Fréttir‎ > ‎

Ísland í 10. sæti á evrópulistanum í andspyrnu.

posted Mar 17, 2011, 2:25 AM by Hafsteinn Andersen   [ updated Mar 17, 2011, 2:53 AM ]
Íslenska landsliðið í andspyrnu (áströlskum fótbolta) er í 10. sæti á lista Evrópusamtaka Ástralska fótboltans (AFL Europe).  Liðið fellur um eitt sæti frá fyrri lista þar sem Ísland var í 10. sæti, en það var í fyrsta skipti sem Ísland komst á listann.  Listinn er byggður á árangri evrópskra liða árin 2009 og 2010, en Ísland tók þátt í Evrópubikarmótinu í Króatíu í fyrra og lenti þar í 9. sæti og tók auk þess þátt í Evrópumeistaramótinu í Danmörku og Svíþjóð nú í ár, þar sem liðið lenti í 6. sæti.   Króatía, sem sigraði á síðasta Evrópubikarmóti, fer uppí efsta sæti evrópulistans, upp fyrir England, sem fellur niður í annað sætiðListann í heild sinni má finna hér.
Árangur Íslenska liðsins verður að teljast góður ef tekið er tillit til þess að íþróttin er ný hér á landi og hefur aðeins verið spiluð hér í eitt og hálft ár.
Íslenska landsliðið er nú að hefja undirbúning fyrir heimsmeistaramótið í andspyrnu sem fram fer í Ástralíu dagana 12.-27. ágúst á næsta ári.
 
 
 
 
 
ċ
Hafsteinn Andersen,
Mar 17, 2011, 2:31 AM
ċ
Hafsteinn Andersen,
Mar 17, 2011, 2:31 AM
ċ
IMG_1014.JPG
(1734k)
Hafsteinn Andersen,
Mar 17, 2011, 2:31 AM
Comments