Fréttir‎ > ‎

Írar eru evrópumeistarar í Andspyrnu

posted Aug 8, 2010, 4:00 AM by Friðgeir Ásgeirsson
Írar urðu í gær evrópumeistarar í andspyrnu (ástrolskum fótbolta) eftir æsispennandi úrslitaleik á móti dönum í Malmö í Svíþjóð. Írar  leiddu allan tíman en danir fylgdu þeim fast á eftir og voru nærri því að jafna leikinn í þriðja leikhluta. Í leikslok var staðan þó 11.2 (68) : 8.3 (51) írum í vil. Svíar urðu í þriðja sæti eftir óvæntan en verðskuldaðan sigur á bretum skorið þar varð Svíþjóð 5.9 (39) Stóra Bretland 3.11 (29).
Ísland varð í 6. sæti á mótinu eftir tap á móti Króötum. Lokatölur í leiknum voru Ísland 12.11 (83) : Króatía 19.11 (125). Sigur króatanna var verðskuldaður, enda kom liðið mun sterkara til leiks en það íslenska. Valdimar Gunnarsson og Páll Tómas Finnsson skoruðu fjögur mörk hver fyrir Ísland, Jakob Robertson skoraði 2 og þeir Greg Vajdic og Pavel Velikov skoruðu eitt mark hver.
Í lok mótsins var Páll Tómas Finnsson valinn leikmaður evrópumeistarakeppninnar, og auk hans var Leifur Bjarnason valinn í úrvalslið keppninnar.
Liðið heldur heim á leið í dag eftir góða keppni.
Comments