Fréttir‎ > ‎

Griðungar vinna sinn fyrsta leik

posted Jun 11, 2010, 9:52 AM by Friðgeir Ásgeirsson
Í jöfnum og spennandi leik í Kórnum í gærkveldi tókst Griðungum að vinna sinn fyrsta leik með 81-48 sigri yfir Drekunum. Leikurinn var hnífjafn og stóðu stigin 29-29 í hálfleik. Sóttu þá Griðungar í sig veðrið og voru 13 stigum yfir eftir þriðja leikhluta. Undir lok þess fjórða gerðu svo Griðungar úti um leikinn eftir að hafa haldið í þetta 13 stiga forskot framan af fjórða leikhluta. Úrslitin urðu 81-49 og eru Griðungar því í öðru sæti meðan Drekarnir verma botnin.
Comments