Fréttir‎ > ‎

Griðungar sigruðu.

posted Aug 7, 2011, 6:00 PM by Viðar Kristinsson   [ updated Aug 7, 2011, 6:30 PM ]

Griðungar (14.15) 99  -  Gammar (3.3) 21

Leikin var fyrsta umferð Fostersdeildarinnar í blíðskapar veðri á HK vellinum í Fagralundi í dag. Griðungar mættu sterkir til leiks enda hafa þeir titil að verja frá síðasta sumri. Ekki var annað að sjá en að liðið var í fantaformi og átti lið Gamma litla möguleika þegar Griðungarnir komust í gírinn. Lið Gamma mátti hafa sig allan við að halda við hlaupa brjálæðingum Griðunga og ber að nefna Leif Bjarnason þar. Hafsteinn Viktorsson var sterkur ruckmaður Griðunga og sá til þessa að tuðran endaði oftast í höndunum á Leifi sem brunaði með hann fram eða dundraði honum inní teig og oft en ekki í hendurnar á ungum og efnilegum Jón Halldóri sem átti mjög góðan leik í sókn Griðunga. 
Fjarvera lykilleikmanna í hóp Gamma og lélegt form manna varð þeim að falli. Fjarveru leikamanna eins og Aron Þór, Viðar Valdimars og Viðar Kristins seti strik í reikning Gamma. Má líka nefna að einhver í liði Gammana hafði aldrei snert sporiskjulaga tuðru og kunni ekki reglurnar. 

Lið Griðunga: Leifur Bjarnason, Bæring, Eyjólfur(C), Tómas, Hafsteinn Viktorsson, Jón Halldór, Jón Z.
Lið Gamma: Haukur Þór, Hafsteinn Már, Gregor, Jakob, Friðgeir(C), Ámundi, Leifur, Encho.

Dómari: Viðar Kristinsson
Ritari: Díana Þorvaldsdóttir
Comments