Fréttir‎ > ‎

Gammar báru sigur í þetta sinn.

posted Aug 28, 2011, 6:02 PM by Viðar Kristinsson   [ updated Aug 29, 2011, 3:15 AM by Friðgeir Ásgeirsson ]
Gammar (9.7) 61  -  Griðungar (7.4) 46

    2. umferð Fostersdeildar í Andspyrnu fór fram í Fagralundi, Kópavogi í
dag. Það var grátt og blautt yfir Kópavogi seinnipartinn í dag þegar
liðin mætust til leiks. Lið Griðunga er búið að vera á mikilli
siglingu þetta tímabilið en eitthvað vantaði í þá í þetta skiptið og
voru þeir langt frá sínu besta formi. Gammar þurftu á brattann að
sækja eftir 78 stiga tap í síðasta leik.

Í byrjun leiks voru Griðungar sterkari og náðu forystu strax í fyrsta
fjórðungi. Leifur Bjarnason var sterkur á miðjunni og var lang
atkvæðamestur Griðunga í þessum leik með, 5 mörk og 2 behind, 32 stig.
Griðungar héldu forystu framan af leiknum og börðust Gammar hart. Í
öðrum fjórðungi héldu Griðungar forystu en lítið var skorað hjá báðum
liðum. Í þriðja fjórðungi fóru Gammar að sækja í sig veðrið og sóttu
grimmt að marki Griðunga og gekk vel því í lok fjóðungsins munaði
litlu á liðunum. Í síðasta fjórðungi leiksins tóku Gammar við sér og
komust yfir og héldu yfirhöndinni til loka leiks og enduðu leikar 61 -
46 fyrir Gömmum.

Stórskemmtilegur leikur hér á ferð og b
æði lið geta verið ánægð með framistöðu sína í þessum leik.
Tómas Gíslason dæmdi leik í fyrsta sinn og stóð sig með afbrigðum vel. Rob Lilley var meðdómari í leiknum.

Lið Griðunga:
Leifur 5.2(32), Darri 1.1(7), Hlynur 1.0(6), Bæring, Jón Halldór, Eyjólfur(C), Nicolas, Guðmundur
Lið Gamma:
Viðar 3.2(20), Hafsteinn 3.0(18), Aron 2.2(14), Jón 1.0(6), Jón Z 0.3(3), Jakob, Haukur Þór, Friðgeir(C)

Dómarar: Tómas Guðberg Gíslason, Rob Lilley
Ritarar: Díana Þorvaldsdóttir, Lydia Caftano
Comments