Fréttir‎ > ‎

Fostersdeildin fer af stað

posted May 17, 2010, 2:36 AM by Friðgeir Ásgeirsson
Fyrsti leikur tímabilsins var spilaður nú um helgina. Í leik dagsins sigraði lið Gammanna lið Drekanna með 83 stigum gegn 72 í hörku spennandi leik í blíðskaparveðri við Kórinn í Kópavogi. Lið Gammanna lenti undir snemma og var undir 26 - 44 í hálfleik. Þeir komu hinsvegar öflugir til baka í seinni hálfleik og gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta þegar þeir sigu fram Drekunum.

"Við unnum uppkastið og völdum að spila upp í vindinn í fyrri hálfleik. Við vissum að flestir eru óreyndir og vorum sannfærðir um að ef við næðum að hanga í Drekunum með vindinn í fangið þá myndum við spila með auka mann í seinni hálfleik. Það gekk eftir og þeim gekk álíka illa að nýta sín færi upp í vindinn í seinni hálfleik og okkur gekk í fyrri hálfleik. Við nýttum okkur síðan að allir voru þreyttir og komumst yfir. Eftir það var sigurinn aldrei í hættu." segir Friðgeir Torfi Ásgeirsson fyrirliði Gammanna.

"Þetta var geysilega skemmtilegur leikur í dag og mjög jafn, segir Encho Plamenov Stoyanov fyrirliði Drekanna. Gammarnir voru vel að sigrinum komnir og reyndust betra liðið í dag."

Comments