Fréttir‎ > ‎

Evrópusamtökin skipta um nafn

posted Oct 7, 2010, 3:41 PM by Friðgeir Ásgeirsson
Evrópusamtök Andspyrnu hafa breytt um nafn. Samtökin hétu áður European Australian Football Association en heita nú AFL Europe.
Ákvörðun var tekin um þetta á aðalfundi EAFA í Mílan síðastliðna helgi og greiddi fulltrúi Íslands á fundinum, Eyjólfur Bjarni Sigurjónsson atkvæði með nafnabreytingunni.

Á aðalfundinum var einnig kosinn nýr maður í stjórn evrópusamtakana og stóð valið milli Niels Schönneman frá Danmörku og Douglas Hunter frá Skotlandi. Hlaut Douglas náð fyrir fulltrúaráðinu og var kosinn í stjórn samtakanna.

Eyjólfur gengdi einnig dómarastörfum á Evrópubikarmótinu sem haldið var í Mílan sömu helgi og spilaði 3 leiki með Krossförum Evrópu sem er samansafn leikmanna hvers land ekki sendi lið á mótið.
Comments