Fréttir‎ > ‎

Danmörk 130 - 13 Ísland

posted Aug 1, 2010, 12:51 PM by Friðgeir Ásgeirsson   [ updated Aug 6, 2010, 2:02 AM ]
Fyrsti leikur Íslenska landsliðsins í "full format" leik lauk með sigri Danmerkur 130 - 13. Ísland komst yfir strax á fyrstu mínútum leiksins með marki frá fyrirliðanum Friðgeiri Torfa Ásgeirssyni sem kom Íslandi yfir 0 - 6. Þá sóttu danir í sig veðrið og komust í 54 - 6 þegar Páll Tómas Finnsson fyrirliði Paris Cockerels, núverandi Frakklandsmeistara, minnkaði muninn í 54- 12. Viðar Valdimarsson rak svo lokahnútinn á markatölu Íslendinga þegar hann skoraði "framhjá" eða "behind" á ensku sem telur eitt stig.
Yfirburðir dana voru þónokkrir en Ísland er reynslunni ríkari eftir sinn fyrsta landsleik (á stórum velli) og kemur tvíelft til leiks á móti Bretlandi, sem er svipað að styrkleika og Danmörk, á þriðjudaginn 3. ágúst.
Comments