Fréttir‎ > ‎

ANDSPYRNA Á AKUREYRI

posted Jun 14, 2012, 8:37 AM by Friðgeir Ásgeirsson   [ updated Jun 14, 2012, 8:39 AM ]
Andspyrna á Akureyri - Australian Rules Football in Akureyri
Nú hafa norðlendingar ákveðið að byrja að æfa og hvetjum við alla sem eru á Akureyrar-svæðinu til að taka þátt. Æfingar eru á Mánu- og Miðvikudögum kl. 20:30 og Laugardögum kl. 16:00 á fótbolta vellinum á Svalbarðseyri þar til annað kemur í ljós.

Stefnt er á að stofna deild innan KA eða Æskunnar og mun það allt koma í ljós á komandi dögum. Áhugasamir endilega hafið samband við Sölva Fannar í s:8430790 eða Jón Hróa í s:8409330

Framundan eru mjög spennandi tímar hjá norðlendingunum, ef þú ert fyrir norðan og hefur áhuga, endilega hafðu samband og vertu með!
Comments