Fréttir

Það er alltaf eitthvað að gerast í andspyrnunni á Íslandi. Fylgstu með eða enn betra taktu þátt.

Landsliðið fer á Evrópubikarmótið

posted Jul 23, 2012, 3:54 PM by Friðgeir Ásgeirsson

Landslið Íslands í Andspyrnu (ástralskri knattspyrnu) mun fara á Evrópubikarmótið sem haldið verður í Edinborg í Skotlandi helgina 21. - 23. september.
Þetta verður í þriðja sinn sem Landsliðið mun taka þátt á þessu móti og verður þetta góð upphitun fyrir Evrópumeistaramótið sem haldið verður á næsta ári í Dublin í Írlandi.
Mótið í fyrra í Dublin í Norður-Írlandi var það fjölmennasta hingað til, en landslið Íslands tók einmitt þátt í því líka. Stemningin fyrir mótið í ár er mjög góð og stefnir allt í að það verði slegið þátttökumet.
Andspyrnusamband Íslands óskar landsliðinu góðs gengis og góðrar ferðar.

ANDSPYRNA Á AKUREYRI

posted Jun 14, 2012, 8:37 AM by Friðgeir Ásgeirsson   [ updated Jun 14, 2012, 8:39 AM ]

Andspyrna á Akureyri - Australian Rules Football in Akureyri
Nú hafa norðlendingar ákveðið að byrja að æfa og hvetjum við alla sem eru á Akureyrar-svæðinu til að taka þátt. Æfingar eru á Mánu- og Miðvikudögum kl. 20:30 og Laugardögum kl. 16:00 á fótbolta vellinum á Svalbarðseyri þar til annað kemur í ljós.

Stefnt er á að stofna deild innan KA eða Æskunnar og mun það allt koma í ljós á komandi dögum. Áhugasamir endilega hafið samband við Sölva Fannar í s:8430790 eða Jón Hróa í s:8409330

Framundan eru mjög spennandi tímar hjá norðlendingunum, ef þú ert fyrir norðan og hefur áhuga, endilega hafðu samband og vertu með!

Uppfærð æfinga dagskrá.

posted Jun 1, 2012, 8:13 AM by Hafsteinn Andersen   [ updated Jun 1, 2012, 8:13 AM ]

Nýtt æfingar plan frá og með 1. Júní
Alltaf í fagralundi í kópavogi
Kl. 16 á sunnudögum
Kl. 21 á þriðjudögum
Kl. 21 á fimmtudögum.

Sumar dagskrá 2012

posted May 8, 2012, 3:08 AM by Hafsteinn Andersen   [ updated May 8, 2012, 3:11 AM ]

 
Æfinga dagskrá sumarið 2012
----
Miðvikudaga kl. 21:00 í Fagralundu Kópavogi
Sunnudaga kl. 16:00 í Kórnum kópavogi
 
TRAINING SCHEDULE 2012 Summer
----
Wednesdays at 21:00 in Fagrilundur Kópavogi
Sundays at 16:00 in at Kórinn Kópavogi
 

Úrslitaleikurinn í Andspyrnu 2011

posted Nov 11, 2011, 9:33 AM by Viðar Kristinsson


Úrslitaleikurinn í áströlskum fótbolta fer fram um helgina.

 

Um helgina fer fram loka leikurinn í íslandsmótinu í áströlskum fótbolta (andspyrnu), Fostersdeildinni, þegar lið Griðunga og Gamma mætast í hreinum úrslitaleik.  Liðin hafa unnið sinn leikinn hvort nokkuð örugglega þannig að nú verður leikið til þrautar um íslandsmeistaratitilinn.  Griðungar hafa titil að verja frá síðasta sumri, en Gammar hafa sótt í sig veðrið að undanförnu og sigruðu síðasta leik liðanna, þannig að búast má við hörku leik.  Leikurinn fer fram á HK vellinum í Fagralundi laugardaginn 12. nóvember og hefst kl. 14:00, og eru allir velkomnir.


9-a side EuroCup 2011 Belfast, Norður Írland

posted Sep 23, 2011, 2:10 PM by Viðar Kristinsson   [ updated Sep 23, 2011, 2:35 PM ]

Þann 8. október næstkomandi fer fram 9-a-side mótið EuroCup 2011 í Belfast, Norður-Írlandi. Írar eru á mikilli siglingu núna eftir að hafa unni bæði EC2010 og IC2011 mótin og núna ætla þeir að vera gestgjafar fyrir þetta árlega mót.

Það ríkir mikil spenna og ánægja fyrir þetta mót því í ár eru mörg lið koma á sína fystu keppni. Að sjálfsögðu ætla íslensku Hrafnarnir að taka þátt. Verður það þá í annað sinn síðan þeir fóru sína spútnikför til Samobor, Króatíu árið 2009.

Þetta lítur út vel út hjá írunum. Vellir er glænýjir og aðstæður eru flottar. Þannig að þetta á eftir að vera hið glæsilegasta mót.


Hér eru liðin sem taka þátt í ár.

Austrian Avalanche

Catalunya Almogávers

Croatia Knights

Cymru Red Dragons

England Dragonslayers

European Crusaders

Finland Icebreakers

France Les Coqs

Germany Black Eagles

Iceland Ravens

Irish Warriors

Italy

Netherlands Flying Dutchmen

Norway Trolls

Polish Bison

Portugal

Russian Czars

Scottish Clansmen

Spanish Bulls

Swedish Elks


Hér hægt að nálgast meira um keppnina og AFL í Evrópu. http://www.afleurope.org/

Ísland 4.4.28 - 9.7.61 Noregur

posted Sep 11, 2011, 1:02 PM by Friðgeir Ásgeirsson

Í gær, laugardag, fór fram vináttulandsleikur Íslands og Noregs í andspyrnu (áströlskum fótbolta) á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ.

Um var að ræða fyrsta landsleikinn í andspyrnu á íslenskri grundu en landslið Íslands hefur áður tekið þátt  í tveimur alþjóðlegum mótum erlendis og náð þar ágætum árangri og er sem stendur í 11. sæti Evrópulistans í andspyrnu.

Leikurinn í gær var spennandi lengi vel enda voru bæði liðin vel stemmd og ákveðin að leggja sig fram. Ísland byrjaði betur og skoraði fyrsta markið í leiknum en norðmenn voru fljótir að svara með tveimur mörkum.  Í hálfleik munaði aðeins þremur mörkum, en þegar upp var staðið unnu norðmenn sannfærandi sigur með 61 stigi gegn 28 stigum íslenska liðsins.

Norska liðið lék vel, og skóp leikreynsla þeirra og hratt, stutt samspil sigur þeirra í gær. 

Flestir norsku leikmannanna hafa spilað íþróttina talsvert lengur en liðsmenn íslenska liðsins og er rúmur helmingur liðsins brottfluttir ástralir sem koma með góðan grunn frá Ástralíu þar sem ungmenni alast upp við íþróttina frá blautu barnsbeini. Íslenska liðið er mun yngra og með mun minni leikreynslu, enda hefur andspyrna aðeins verið leikin hér á landi í rúm tvö ár.

Eyjólfur Bjarni Sigurjónsson þjálfari íslenska landsliðsins var sáttur við leikinn en ekki úrslitin;  "Þetta var frábær skemmtun þar sem við náðum oft á tíðum að sýna ágætisleik og veita norska liðinu harða keppni.  Það kom þó í ljós greinilegur styrkleikamunur í síðari hálfleik þegar þeir sigu fram úr okkur og kláruðu leikinn örugglega.  Við söknuðum auðvitað okkar besta manns, Páls Tómasar Finnssonar, sem er meiddur, en hann var m.a. valinn besi leikmaður Evrópu á Evrópumeistaramótinu í fyrra.  Norðmenn áttu hins vegar sigurinn fyllilega skilið og léku á köflum stórgóðan bolta.  Nú er bara að æfa meira og heimsækja þá og launa greiðann."

Maður leiksins var valinn Rene Jensen, en þeir Magnús Þórarinsson og Viðar Kristinsson komu þar á eftir.  Kurt Jansen var markahæstur í norska liðinu með 20 stig, en hjá íslenska liðinu skoruðu þeir Friðgeir Torfi Ásgeirsson fyrirliði liðsins, Hlynur Höskuldsson, Nicolas Lauzet og Viðar Valimarsson 6 stig hver.

Ísland - Noregur

posted Sep 8, 2011, 5:46 AM by Friðgeir Ásgeirsson   [ updated Sep 8, 2011, 5:49 AM ]

Ísland og Noregur leika nú um helgina vináttulandsleik í andspyrnu (áströlskum fótbolta) hér á landi.

Um er að ræða fyrsta landsleikinn í andspyrnu á íslenskri grundu og markar þessi áfangi tímamót í ástundun andspyrnu á Íslandi. Landslið Íslands hefur áður tekið þátt í tveimur mótum erlendis og öðlast við það dýrmæta reynslu sem vonandi nýtist vel gegn norska liðinu, en flestir norsku leikmannanna hafa spilað íþróttina talsvert lengur en liðsmenn íslenska liðsins.

Friðgeir Torfi Ásgeirsson fyrirliði íslenska landsliðsins er bjartsýnn fyrir leikinn; "Við ætlum klárlega að berjast til sigurs í þessum leik og vonumst eftir góðum stuðningi áhorfenda. Við vitum lítið um norska liðið, nema að með því leika þónokkrir brottfluttir ástralir sem kunna vel að spila íþróttina, en við treystum á eldmóðinn og ungmennafélagsandann til að leiða okkur til sigurs."

Ísland leikur án síns besta leikmanns, Páls Tómasar Finnssonar, sem kom meiddur heim frá Ástralíu þar sem hann keppti á heimsmeistaramótinu í andspyrnu fyrir hönd Frakklands þar sem hann hefur verið búsettur. Páll Tómas hlaut mikið lof á Evrópumeistaramótinu á síðasta ári þar sem hann var valinn besti leikmaður Evrópu. Íslenska landsliðið státar þó af mörgum góðum og efnilegum leikmönnum sem eiga að geta veitt norska liðinu harða keppni. Því má búast við hörku leik um helgina.

Landsleikurinn fer fram laugardaginn 10. september á íþróttasvæði Aftureldingar á Tungubökkum í Mosfellsbæ og hefst kl. 13:00. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Gammar báru sigur í þetta sinn.

posted Aug 28, 2011, 6:02 PM by Viðar Kristinsson   [ updated Aug 29, 2011, 3:15 AM by Friðgeir Ásgeirsson ]

Gammar (9.7) 61  -  Griðungar (7.4) 46

    2. umferð Fostersdeildar í Andspyrnu fór fram í Fagralundi, Kópavogi í
dag. Það var grátt og blautt yfir Kópavogi seinnipartinn í dag þegar
liðin mætust til leiks. Lið Griðunga er búið að vera á mikilli
siglingu þetta tímabilið en eitthvað vantaði í þá í þetta skiptið og
voru þeir langt frá sínu besta formi. Gammar þurftu á brattann að
sækja eftir 78 stiga tap í síðasta leik.

Í byrjun leiks voru Griðungar sterkari og náðu forystu strax í fyrsta
fjórðungi. Leifur Bjarnason var sterkur á miðjunni og var lang
atkvæðamestur Griðunga í þessum leik með, 5 mörk og 2 behind, 32 stig.
Griðungar héldu forystu framan af leiknum og börðust Gammar hart. Í
öðrum fjórðungi héldu Griðungar forystu en lítið var skorað hjá báðum
liðum. Í þriðja fjórðungi fóru Gammar að sækja í sig veðrið og sóttu
grimmt að marki Griðunga og gekk vel því í lok fjóðungsins munaði
litlu á liðunum. Í síðasta fjórðungi leiksins tóku Gammar við sér og
komust yfir og héldu yfirhöndinni til loka leiks og enduðu leikar 61 -
46 fyrir Gömmum.

Stórskemmtilegur leikur hér á ferð og b
æði lið geta verið ánægð með framistöðu sína í þessum leik.
Tómas Gíslason dæmdi leik í fyrsta sinn og stóð sig með afbrigðum vel. Rob Lilley var meðdómari í leiknum.

Lið Griðunga:
Leifur 5.2(32), Darri 1.1(7), Hlynur 1.0(6), Bæring, Jón Halldór, Eyjólfur(C), Nicolas, Guðmundur
Lið Gamma:
Viðar 3.2(20), Hafsteinn 3.0(18), Aron 2.2(14), Jón 1.0(6), Jón Z 0.3(3), Jakob, Haukur Þór, Friðgeir(C)

Dómarar: Tómas Guðberg Gíslason, Rob Lilley
Ritarar: Díana Þorvaldsdóttir, Lydia Caftano

Griðungar sigruðu.

posted Aug 7, 2011, 6:00 PM by Viðar Kristinsson   [ updated Aug 7, 2011, 6:30 PM ]


Griðungar (14.15) 99  -  Gammar (3.3) 21

Leikin var fyrsta umferð Fostersdeildarinnar í blíðskapar veðri á HK vellinum í Fagralundi í dag. Griðungar mættu sterkir til leiks enda hafa þeir titil að verja frá síðasta sumri. Ekki var annað að sjá en að liðið var í fantaformi og átti lið Gamma litla möguleika þegar Griðungarnir komust í gírinn. Lið Gamma mátti hafa sig allan við að halda við hlaupa brjálæðingum Griðunga og ber að nefna Leif Bjarnason þar. Hafsteinn Viktorsson var sterkur ruckmaður Griðunga og sá til þessa að tuðran endaði oftast í höndunum á Leifi sem brunaði með hann fram eða dundraði honum inní teig og oft en ekki í hendurnar á ungum og efnilegum Jón Halldóri sem átti mjög góðan leik í sókn Griðunga. 
Fjarvera lykilleikmanna í hóp Gamma og lélegt form manna varð þeim að falli. Fjarveru leikamanna eins og Aron Þór, Viðar Valdimars og Viðar Kristins seti strik í reikning Gamma. Má líka nefna að einhver í liði Gammana hafði aldrei snert sporiskjulaga tuðru og kunni ekki reglurnar. 

Lið Griðunga: Leifur Bjarnason, Bæring, Eyjólfur(C), Tómas, Hafsteinn Viktorsson, Jón Halldór, Jón Z.
Lið Gamma: Haukur Þór, Hafsteinn Már, Gregor, Jakob, Friðgeir(C), Ámundi, Leifur, Encho.

Dómari: Viðar Kristinsson
Ritari: Díana Þorvaldsdóttir

1-10 of 38