Að sparka í ílangan bolta.

Drop punt - Hið almenna spark

Bananabolti - Sveigð spörk

Torpedo Punt - Fyrir lengra komna


Grípa boltann - fá aukaspyrnu

Grípa boltann - á lofti.

Grípa boltann - Hoppa og grípa


Stuttar sendingar - Handball

Rocket Handball - Hin almenna sending

Skopparabolti - Þröngt spil


Hliðarspor - snúa andstæðing af sér

Dummy - Snúa andstæðinginn af sér

Skoppa boltanum - fyrir lengra komna

Blind Turn - Snúa andstæðinginn af sér


Skýla samherja - Shepherding

Skýla samherja - Vinna boltann

Ná boltanum - Taka upp boltann


Spilla boltanum - Eyðileggja aukaspyrnu

Tæklingar - Vinna boltann

Drepa boltann - Stöðva sókn


Hrókur - Alls fagnaðar

Hrókurinn - Beina boltanum


Tilfinning fyrir boltanumSPARKIÐ

Andspyrna er spiluð með íbjúgum/ílöngum bolta og þar af leiðandi er það viss tækni að sparka í boltann. Það er ekki sama hvernig það er gert því til að stýra hvert boltinn fer er best að hann snúist um öxul sinn á skammhliðinni. Ef spark er rangt framkvæmt fer boltinn að "tifa" í loftinu. Þá færist hann til og frá og erfitt getur reynst að meta hvert hann fer og þar af leiðandi er erfitt að grípa hann.DROP PUNT - HIÐ ALMENNA SPARK

Til eru margar útgáfur af því hvernig maður sparkar í andspyrnubolta. Sú algengasta er "drop punt"-ið sem ekki má rugla saman við "drop kick"-ið úr Rugby þar sem boltinn snertir jörðina fyrst.
Í "drop punt" sparki er boltanum sparkað áður en hann snertir jörðina með útréttum fæti beint út frá líkamanum.BANANANABOLTI - SVEIGÐ SPÖRK

Ef framkvæmt rétt er hægt að fá boltann til að beygja örlítið í loftinu. Þetta er gott bragð ef hornið á markið er erfitt. Einnig mun boltinn rúlla í þá átt sem hann snýst sem eykur enn frekar líkur á að hann fari í markið með Bananasparki.

TORPEDO PUNT - FYRIR LENGRA KOMNA

Ekki eru allir sammála um ágæti "Torpedo punt" og er það minna notað nú til dags en fyrr á tíðum. Myndböndið ljúga þó ekki og eins og sjá má hér til hliðar (0:40) sparkar Ben Graham þungum ílöngum boltanum 105 metra í leik. Það er lengra en fótboltavöllur í evrópskri knattspyrnu, mér þætti gaman að sjá nokkurn mann gera það með venjulegum fótbolta.
GRÍPA BOLTANN - FÁ AUKASPYRNU

Í andspyrnu gildir sú regla að ef boltinn hefur ferðast 10m (evrópa, 15m ástralíu) í loftinu, án þess að nokkur snerti hann eða að boltinn fari í jörðina, áður en þú grípur hann þá máttu taka aukaspyrnu.

Þetta er mikilvægur þáttur í leiknum og mikið taktískt atriði. Föst leikatriði ganga út á að "losa" menn svo þeir geti tekið á móti löngum sendingum og tekið aukaspyrnu og byrjað nýtt fast leikatriði.GRÍPA BOLTANN - Á LOFTI

Mótherji hefur leyfi til þess að reyna að skemma fyrir þér "markið" en svo heitir aukaspyrnan sem þú færð ef þú grípur boltann. Því er um að gera að vera sem fljótastur að grípa boltann. Með því að taka boltann á bringuna ertu að hleypa boltanum nær þér og einhver gæti náð til hans áður en þú nærð valdi á honum. Því er oft gott að grípa boltann á lofti til að tryggja að þú náir til hans fyrst.


GRÍPA BOLTANN - HOPPA OG GRÍPA

Með því að hoppa upp á móti boltanum kemstu nær honum og átt meiri möguleika en mótherjinn á að verða fyrstur að boltanum.


STUTTAR SENDINGAR - HANDBALL

Stuttu sendingarnar í andspyrnu kallast "handball" og eru framkvæmdar með krepptum hnefa. Þessar sendingar eiga að vera nákvæmar og fljótar.
ROCKET HANDBALL - HIN ALMENNA SENDING

Rocket handball er sending þar sem boltinn liggur flatur í lófa annarar handar og honum er kýlt úr lófanum með krepptum hnefa hinnar handarinnar. Í andspyrnu er bannað að henda boltanum eða losa sig við hann á nokkurn annan máta en að sparka honum eða kýla með krepptum hnefa.

SKOPPARABOLTI - ÞRÖNGT SPIL

Þegar þröngt er í kringum þig og þér sýnist mótherji líklegur til að komast inn í sendingu frá þér er oft gott að grípa til þess ráðs að senda boltann í jörðina. Ef vel framkvæmt þá getur þessi sending verið alveg jafn nákvæm og "rocket handball" sending
Comments