Um ASÍ

Andspyrnusamband Íslands var stofnað af Friðgeiri Torfa Ásgeirssyni þann xx. xxxx. 2009 þá var sambandið félag og nefndist Reykjavík AFC. Friðgeir hafði efnt til æfinga í maí 2009 og fljótlega varð ljóst að mikill metnaður var í hópnum og því var ákveðið að stefna á Evrópubikarmótið þá um haustið. Á vormánuðum 2010 var Reykjavík AFC breytt í Andspyrnusamband Íslands og 3 lið sett á laggirnar. Á sama tíma var stofnuð deild og heitir hún Fostersdeildin fyrsta árið. Nánar um sögu ASÍ má lesa hér.

Forseti ASÍ
Forseti Andspyrnusambands Íslands er Friðgeir Torfi Ásgeirsson. Friðgeir er einnig stofnandi sambandsins og upphafsmaður að ástundun Andspyrnu (Ástralsks Fótbolta) á Íslandi. Friðgeir hefur stundað Andspyrnu frá 2003. Friðgeir spilaði með Aalborg Powers í Danmörku undir Páli Tómasi Finnssyni þáverandi fyrirliða Powers. Hægt er að ná í Friðgeir í síma 891 6679 eða fridgeir [hjá] stiki [punktur] is.

Friðgeir Torfi Ásgeirsson


Varaforseti ASÍ
Varaforseti Andspyrnusambands Íslands er Eyjólfur Bjarni Sigurjónsson. Eyjólfur gegnir einnig stöðu landsliðsþjálfara. Eyjólfur hefur stundað Andspyrnu frá 2003 þegar hann spilaði með Friðgeiri Torfa Ásgeirssyni og Páli Tómasi Finnssyni í Aalborg Powers.
Hægt er að ná í Eyjólf í síma 857 3363 eða eyjolfurb [hjá] hotmail [punktur] com.


Eyjólfur Bjarni Sigurjónsson


Meðstjórnandi
Úlfar Kristinn Gíslason er meðstjórnandi í Andspyrnusambandi Íslands og er einnig yfir dómaramálum deildarinnar. Úlfar hefur stundað Andspyrnu frá 2009 en gefur ekki kost á sér í landsliðið. Hægt er að ná í Úlfar hér.Úlfar Kristinn Gíslason

Meðstjórnandi
Haukur Þór Lúðvíksson er meðstjórnandi í Andspyrnusambandi Íslands. Haukur Þór er landsliðsmaður og er landsliðið nefnt Hrafnarnir (e. Ravens) að hans tillögu. Hrafnarnir prýða einnig merki félagsins. Merki félagsins má sjá hér á síðunni efst til vinstri og prýða það tveir stílfærðir hrafnar og tveir bergrisar sem hvor um sig halda á Andspyrnubolta og standa sitthvoru megin við skjöld í íslensku fánalitunum. Hægt er að ná í Hauk hér.

Haukur Þór Lúðvíksson


Heimavöllur Fostersdeildarinnar í Áströlskum fótbolta (Andspyrnu) er í Ullarnesbrekkunum í Mosfellsbæ.

Ullarnesbrekkuvöllur


Subpages (2): EUCup 2009 Saga ASÍ